Innlent

Harma nauðgun í Eyjum

Meðlimir forvarnarhóps ÍBV
Meðlimir forvarnarhóps ÍBV mynd/af facebooksíðu hópsins
„Forvarnahópur ÍBV harmar að „bleikur fíll" hafi skaðað aðra manneskju í Dalnum okkar síðast liðna nótt," segir í yfirlýsingu frá hópnum og er þar átt við nauðgun sem hefur verið kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.

„Af öllum þeim þúsundum sem eru saman komin á Þjóðhátíð til að eiga góðar stundir með vinum og vandamönnum ná bleiku fílarnir að dulbúast vel en við ítrekum að skilaboð okkar allra eru áfram skýr: "Burt með ALLA bleika fíla."

Að lokum vill Forvarnahópur ÍBV senda hvatningarorð til brotaþola í nótt. Við hörmum að slíkt hafi komið fyrir en við dáumst að hugrekkinu að hafa stigið fram og tilkynnt glæpinn," segir í yfirlýsingunni.

Einkennismerki forvarnarhópsins er bleikur fíll vegna þess að orðtakið „það er fíll í stofunni" er oft notað um stór vandamál sem virðist ekki vera hægt að leysa. Bleiki fíllinn táknar því aðgerðarleysi og vanmátt samfélagsins til að bregðast við nauðgunarbrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×