Innlent

Myndasyrpa frá Þjóðhátíð

Slökkviliðsmenn að störfum á Fjósakletti í Vestmannaeyjum í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum á Fjósakletti í Vestmannaeyjum í gær. myndir/óskar p. friðriksson
Þjóðhátíð fer nú fram í 138. sinn í Vestmannaeyjum. Hátíðin var sett um klukkan hálf þrjú í gær og flutti Kristinn R. Ólafsson fréttamaður hátíðarræðu. Kvöldvakan hófst svo klukkan 20:30 og við tóku fjölmargir tónlistarmenn, svo sem Mugison, Hjálmar, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Kveikt var svo upp í brennunni á Fjósakletti á miðnætti við mikinn fögnuð viðstaddra.

Talið er að um 11 þúsund manns hafi verið í Dalnum í gærkvöldi og á sunnudagskvöld er búist við um 14 þúsund gestum.

Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari og okkar maður í Eyjum, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fram fór. Hægt er að sjá myndirnar og stemmingua í meðfylgjandi myndaalbúmi.

mynd/óskar p. friðriksson
mynd/óskar p. Friðriksson
myndir/óskar p. friðriksson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×