Innlent

Sveitafitness á Sæludag: Bændur unnu vinnumenn

Hjalteyri
Hjalteyri mynd úr safni
Aldrei hafa fleiri gestir komið á Sæludag í Hörgársveit. Hátt í 800 manns fylgdust með spennandi keppni í sveitafitness þar sem bændur knúðu fram sigur á vinnumönnum eftir mikla baráttu. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að aldri hafi fleiri keppendur tekið þátt í traktoraspyrnunni en í ár. Dráttarvélarnar voru allar frá því um 1970 eða eldri og ljóst að margir keppendur lögðu meira upp úr útlitinu en árangri í spyrnunni sjálfri. Í dag og í kvöld verða margvíslegir viðburðir um alla sveit og á Hjalteyri, en dagskránni lýkur með gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×