Innlent

Fékk gat á hausinn og tennur brotnuðu eftir hnefahögg

Karlmaður var sleginn hnefahöggi í andlitið fyrir utan skemmtistað á Ísafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann fékk gat á höfuðið og tennur brotnuðu í honum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var árásin kærð en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður tekinn skýrsla af honum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×