Innlent

Enn í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls

Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Rannsókn lögreglu á smygli á kókaíni hingað til lands í lok maí síðastliðnum er lokið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búist við að málið verði sent til ríkissaksóknara á næstu vikum. Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Íslenskt par á sjötugsaldri var stöðvað til komuna til landsina við hefðbundið eftir tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 25. maí síðastliðnn. Þau voru að koma frá Danmörku og við hefðbundið eftirlitið fannst mikið magn af kókaíni sem var vandlega falið í ferðatösku fólksins. Parið, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, var handtekið skömmu eftir fíkniefnafundinn í Leifsstöð.

Að auki er þriðja Íslendingsins sem talinn er eiga aðild að málinu leitað erlendis og hefur Interpol meðal annars gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×