Innlent

Umferð farin að þyngjast

Lögreglumaður stjórnar umferð á Selfossi fyrir helgi.
Lögreglumaður stjórnar umferð á Selfossi fyrir helgi. mynd/dfs.is
Umferð er farin að þyngjast á þjóðvegum landsins enda verslunarmannahelgin senn á enda. Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að fleiri bílar fari í gegnum bæinn með hverjum klukkutímanum og sömu sögu er að segja í Borgarnesi.

Að sögn lögreglu var þung umferð í gegnum bæinn í gær og það muni eflaust létta töluvert á umferðarþunganum í dag.

Ökumenn eru hvattir til að aka varlega og halda ró sinni jafnvel þótt að langar raðir myndast við hringtorg.

Helgin hefur gengið stórslysalaus fyrir sig og til að það haldist áfram þannig eigi allir að keyra að varkárni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×