Hefur líf þróast annars staðar en á jörðinni? Karen Kjartansdóttir skrifar 6. ágúst 2012 19:29 Við erum skrefi nær því að geta svarað þeirri spurningu hvort líf hafi þróast annarsstaðar en á Jörðinni. Þetta segir rektor Háskólans í Reykjavík um lendingu geimjeppans Curiosity sem lenti á Mars í morgun. Sjálfur starfaði hann í áratug hjá NASA og finnst hann eiga svolítið í tækinu. Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist um klukkan hálf sex á íslenskum tíma í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstofnunarinnar NASA tókst að lenda geimjeppanum Curiosity, eða Forvitni eins og nafnið myndi útleggjast á íslensku. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, vann hjá NASA í tíu ár. Á þeim tíma þróaði hann hugbúnaðartækni sem hjálpar til við stjórn geimferða auk þess sem hann kom að geimferð sem nefnd er Mars Exploration Rovers en í henni var fyrirrennurum Curiosity, þeim Spirit og Opportunity lent á Mars. „Það er á svo mörgum sviðum sem að þetta er stórkostlegt afrek. Í fyrsta lagi það að koma jeppa á stærð við fólksbíl, hann vegur tonn, á yfirborð annarrar plánetu algjörlega sjálfvirkt, það er enginn mannshönd sem getur gripið inn í þegar lendingarferlið hefst, þetta verður allt að gerast eins og fyrir hafði verið ákveðið og skipað. Það að geta þetta er auðvitað stórkostlegt tæknilegt afrek fyrir NASA og fyrir mannkynið og sýnir hvers við erum megnug. Það er líka mikið afrek að hafa komið þessu tæki á yfirborð Mars og getað núna kannað þessa plánetu á allt annan hátt en við höfum gert hingað til. Curiosity mun geta greint mun betur jarðlög og greint betur en forverar hans og vonandi svarað að einhverju leyti þessari mjög svo áleitnu spurningu sem er: Hefur líf þróast einhver staðar annar staðar í alheiminum en hér á jörðinni," segir Ari.Bjóstu við að þetta tækist? „Ég verð að segja alveg eins og er að ég hef heyrt þessar hugmyndir um hvernig ætti að lenda Curiosity frá því hann var fyrst settur á blað árið 2004. Hugmyndin er svo galin að ég verð að játa að ég var ekki mjög viss í minni sök í upphafi. En tæknin sem var þarna var að baki, það var búið að prófa hana mörgum sinnum og mjög gaman að sjá að svona vel hafi til tekist. Því það eru hundruð manna sem hafa lagt dag og nótt síðustu árin í að láta þetta verða að veruleika og að allt byggðist á þessum sjö mínútum sem það tók að lenda."Nýttist ekki eitthvað af þinni vinnu við þetta? „Sú vinna sem ég var að vinna hjá NASA hefur verið að nýtast í fjölmörgum ferðum hjá Nasa, sem og við alþjóðlegu geimstöðina, og er að verða hluti af þeirri grunntækni sem að NASA notar til að hjálpa við stjórn geimferða. Bæði til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir við svona flókin tæki sem er verið að stýra út í geimnum og líka sem skref í þá áttina að þessi tæki verði sjálfstæðari. Því við munum halda áfram á þessari braut að senda fleiri og fleiri tæki til að kanna sólkerfið og skoða aðra staði þar sem líf gæti hafa þróast, eins og Evrópu, tungl Júpíters og þá þarf enn betri sjálfvirkni, meiri greind og meiri hæfileika þeirra tækja sem við sendum."Finnst þér þú eiga smá í Curiosity? „Mér finnst ég eiga pínu í honum. Þótt mér þyki enn afskaplega vænt um gömlu jeppana mína þá Spirit og Opportunity þá er Curiosity stóri bróðirinn og við erum mjög stolt af því að hafa séð hann lenda svona vel á mars og óskum honum alls hins besta næstu árin við könnun. Þetta er stórt skref í að fara svara þeirri áleitnu spurningu: Hefur líf þróast einhver staðar annar staðar en á jörðinni? Og þær gerast nú varla stærri spurningarnar. Ef í ljós kemur að líf hefur þróast á Mars þá eru spurningarnar sem þar á eftir fylgja: Er það byggt á sama grunni, er það allt öðruvísi, hvernig tengjumst við og svo framvegis. Þetta er alveg ný innsýn inn í alheiminn." Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Við erum skrefi nær því að geta svarað þeirri spurningu hvort líf hafi þróast annarsstaðar en á Jörðinni. Þetta segir rektor Háskólans í Reykjavík um lendingu geimjeppans Curiosity sem lenti á Mars í morgun. Sjálfur starfaði hann í áratug hjá NASA og finnst hann eiga svolítið í tækinu. Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist um klukkan hálf sex á íslenskum tíma í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstofnunarinnar NASA tókst að lenda geimjeppanum Curiosity, eða Forvitni eins og nafnið myndi útleggjast á íslensku. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, vann hjá NASA í tíu ár. Á þeim tíma þróaði hann hugbúnaðartækni sem hjálpar til við stjórn geimferða auk þess sem hann kom að geimferð sem nefnd er Mars Exploration Rovers en í henni var fyrirrennurum Curiosity, þeim Spirit og Opportunity lent á Mars. „Það er á svo mörgum sviðum sem að þetta er stórkostlegt afrek. Í fyrsta lagi það að koma jeppa á stærð við fólksbíl, hann vegur tonn, á yfirborð annarrar plánetu algjörlega sjálfvirkt, það er enginn mannshönd sem getur gripið inn í þegar lendingarferlið hefst, þetta verður allt að gerast eins og fyrir hafði verið ákveðið og skipað. Það að geta þetta er auðvitað stórkostlegt tæknilegt afrek fyrir NASA og fyrir mannkynið og sýnir hvers við erum megnug. Það er líka mikið afrek að hafa komið þessu tæki á yfirborð Mars og getað núna kannað þessa plánetu á allt annan hátt en við höfum gert hingað til. Curiosity mun geta greint mun betur jarðlög og greint betur en forverar hans og vonandi svarað að einhverju leyti þessari mjög svo áleitnu spurningu sem er: Hefur líf þróast einhver staðar annar staðar í alheiminum en hér á jörðinni," segir Ari.Bjóstu við að þetta tækist? „Ég verð að segja alveg eins og er að ég hef heyrt þessar hugmyndir um hvernig ætti að lenda Curiosity frá því hann var fyrst settur á blað árið 2004. Hugmyndin er svo galin að ég verð að játa að ég var ekki mjög viss í minni sök í upphafi. En tæknin sem var þarna var að baki, það var búið að prófa hana mörgum sinnum og mjög gaman að sjá að svona vel hafi til tekist. Því það eru hundruð manna sem hafa lagt dag og nótt síðustu árin í að láta þetta verða að veruleika og að allt byggðist á þessum sjö mínútum sem það tók að lenda."Nýttist ekki eitthvað af þinni vinnu við þetta? „Sú vinna sem ég var að vinna hjá NASA hefur verið að nýtast í fjölmörgum ferðum hjá Nasa, sem og við alþjóðlegu geimstöðina, og er að verða hluti af þeirri grunntækni sem að NASA notar til að hjálpa við stjórn geimferða. Bæði til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir við svona flókin tæki sem er verið að stýra út í geimnum og líka sem skref í þá áttina að þessi tæki verði sjálfstæðari. Því við munum halda áfram á þessari braut að senda fleiri og fleiri tæki til að kanna sólkerfið og skoða aðra staði þar sem líf gæti hafa þróast, eins og Evrópu, tungl Júpíters og þá þarf enn betri sjálfvirkni, meiri greind og meiri hæfileika þeirra tækja sem við sendum."Finnst þér þú eiga smá í Curiosity? „Mér finnst ég eiga pínu í honum. Þótt mér þyki enn afskaplega vænt um gömlu jeppana mína þá Spirit og Opportunity þá er Curiosity stóri bróðirinn og við erum mjög stolt af því að hafa séð hann lenda svona vel á mars og óskum honum alls hins besta næstu árin við könnun. Þetta er stórt skref í að fara svara þeirri áleitnu spurningu: Hefur líf þróast einhver staðar annar staðar en á jörðinni? Og þær gerast nú varla stærri spurningarnar. Ef í ljós kemur að líf hefur þróast á Mars þá eru spurningarnar sem þar á eftir fylgja: Er það byggt á sama grunni, er það allt öðruvísi, hvernig tengjumst við og svo framvegis. Þetta er alveg ný innsýn inn í alheiminn."
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira