Innlent

Eldur af völdum flugeldatertu í Heiðmörk

Eldur kviknaði í gróðri í Heiðmörk í gærkvöldi, af völdum flugeldatertu. Eldurinn logaði nokkuð langt frá veginum þannig að slökkviliðsmenn þurftu að leggja langar slöngur til að koma vatni á vettvang, en úr því gekk slökkvistarf vel.

Eldurinn náði ekki mikilli útbreiðslu þannig að tjón varð minna en ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×