Innlent

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefst á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið er að því hörðum höndum að setja hátíðina upp.
Unnið er að því hörðum höndum að setja hátíðina upp.
Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 20. sinn um helgina, en hátíðin verður sett á morgun. Í ár verður á sama tíma sett upp stór Landbúnaðarsýning í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hátíðin verður sett á morgun en svæðið við Hrafnagil tekur nú örum breytingum, þar sem tjöld og girðingar eru að rísa. Á hátíðinni verður meðal annars haldið námskeið í trérennismíði, námskeið í prjónatækni og prjónahönnun og fleira og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×