Innlent

Tony Bennett lenti í hádeginu - einkaviðtal á Stöð 2 og Vísi

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Bennett er kominn til landsins.
Bennett er kominn til landsins.
Tónlistarmaðurinn Tony Bennett er kominn til landsins en hann lenti í hádeginu ásamt föruneyti sínu á Reykjavíkurflugvelli. Bennett er heimsfrægur söngvari og hefur meðal annars unnið sautján Grammy-verðlaun. Færri vita þó að hann er jafnframt mikill listmálari og segist því hlakka til að skoða íslenska náttúru.

Listmálarinn Everett Raymond Kinstler, sem meðal annars málar hið venjubundna málverk af forseta Bandaríkjana, er góður vinur Bennett. Hann segir Kinstler og eiginkonu hans hafa hvatt sig til að heimsækja Ísland.

,,Þau sögðu mér að taka myndavélina með mér og skissubókina mína. Um leið og ég kæmi til landsins ætti ég að fara í nokkura klukkustunda bíltúr og ljósmynda það sem ég sé," segir Bennett.

Bennett lagði því af stað út á land um leið og hann lenti. Bennett segist taka mikið mark á því sem Kinstler segi, því hann hafi verið kennari hans og vinur í áratugi.

,,Það að hann hafi sagt þetta um Ísland heillaði mig. Þannig að ákváðum að Ísland yrði síðasta stoppið á tónleikaferðalaginu okkar um Evrópu."

Bennett heldur tónleika í Hörpu annað kvöld. Rætt verður við Tony Bennett í einkaviðtali í Íslandi í dag, strax að loknum kvöldfréttum í kvöld. Viðtalið er sýnt á Stöð 2 og hér á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×