Innlent

Hitinn fór upp í 28 stig í dag

BBI skrifar
Hitinn fór í 28°C í Eskifirði.
Hitinn fór í 28°C í Eskifirði. Mynd/GVA
Óvenjuleg veðurblíða var á Austurlandi í dag. Hitinn fór hæst í 28°C í Eskifirði. Það er ekki langt frá hitameti ágústmánaðar sem náðist árið 2004 þegar hitinn á Egilstöðum fór í 29,2°C.

Sólin lék við íbúa á Austurlandi í dag og auk þess blés hlý suðvestanátt hressilega á svæðinu. Þegar þannig háttar til getur hitinn orðinn mikill. Í Eskifirði fór hitinn hæst í 28°C. Í Neskaupstað náði hitinn 27,9°C og á Fáskrúðsfirði 27,8°C.

Þó mikill hiti hafi verið á svæðinu hefur blásið ansi hressilega, allt að 10 m/s. Vindurinn, sem hefur verið hlýr, hefur rifið með sér sand og mold og fyrir vikið hefur víða verið sandmistur.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að skilyrði verði svipuð á svæðinu á morgun og því getur fólk á Austurlandi búist við fyrirtaksveðri á morgun líka. „Ég held samt það verði ekki alveg jafnheitt," segir hann.

Þó að udanfarið hafi tíðin verið góð á Íslandi eru nokkur ár síðan hitamet féllu á landinu í stórum stíl.


Tengdar fréttir

Fer hitinn upp í 28 stig í dag?

Hiti gæti farið upp í 28 stig í dag í Vopnafirði, Ásbyrgi, Hallormsstað og á Seyðisfriði, að því er Einar Sveinbjörnsson segir í bloggi sinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×