Innlent

Fer hitinn upp í 28 stig í dag?

Fréttablaðið/Þór Gíslason
Hiti gæti farið upp í 28 stig í dag í Vopnafirði, Ásbyrgi, Hallormsstað og á Seyðisfriði, að því er Einar Sveinbjörnsson segir í bloggi sínu.

Liðlega 25 stiga hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli í gær sem var mesti hiti sumarsins til þess tíma. Annars hefur hiti mælst yfir 20 stig í 42 daga í sumar.

Og hitametin falla víðar því meðalhiti í Bandaríkjunum. í síðasta mánuði var rúmar 25 gráður , eða rúmum þremur gráðum yfir meðallagi í júlímánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×