Mikilvægt að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 30. júlí 2012 12:18 Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Mynd/365 Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað að undanförnu vegna þurrka og uppskerubrests. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Hörður Harðarson, formaður svínaræktarfélags Íslands, segir stóran hluta íslenskrar búvöruframleiðslu byggja á fóðri sem keypt er frá útlöndum og því markaðurinn hér heima fyrir háður heimsmarkaðsverðinu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær afurðir sem þarna standa að baki, svínakjöt, kjúklingar, að hluta til nautakjötsframleiðsla, eggjaframleiðsla og mjólkuafurðaframleiðs, vera mjög háð því hvernig þessi mál þróast," segir Hörður. Hann segir það liggja fyrir að framleiðsla á íslensku korni hafi hins vegar vaxið á síðustu árum. Til að mynda rækti hann korn á sínu búi fyrir svínarækt. Þarfir búgreinana séu hins vegar mismunandi. „Svínaræktin í Noregi er langstærsti viðtakandinn á því korni sem ræktað er í landinu. Ég held að í raun væri hægt að færa gild rök fyrir því að rækta það korn sem innlend svínarækt þarf á halda og þannig virkja umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað," segir Hörður. Erfitt sé hins vegar að rækta korn á Íslandi sem markaðsvöru, það sé nánast eingöngu ræktað til nota á eigin búi. Skoða þurfi hvort endurskoða þurfi kerfið svo hægt sé að rækta korn sem markaðsvöru á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. „Það er einfaldlega spurning hvort að það sé vilji fyrir því að taka þetta til endurskoðunar, en sóknarfærin eru alveg augljós. Við eigum mikið af landi sem er lítið nýtt og í stórum tilfellum ekki neitt," segir Hörður að lokum. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað að undanförnu vegna þurrka og uppskerubrests. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Hörður Harðarson, formaður svínaræktarfélags Íslands, segir stóran hluta íslenskrar búvöruframleiðslu byggja á fóðri sem keypt er frá útlöndum og því markaðurinn hér heima fyrir háður heimsmarkaðsverðinu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær afurðir sem þarna standa að baki, svínakjöt, kjúklingar, að hluta til nautakjötsframleiðsla, eggjaframleiðsla og mjólkuafurðaframleiðs, vera mjög háð því hvernig þessi mál þróast," segir Hörður. Hann segir það liggja fyrir að framleiðsla á íslensku korni hafi hins vegar vaxið á síðustu árum. Til að mynda rækti hann korn á sínu búi fyrir svínarækt. Þarfir búgreinana séu hins vegar mismunandi. „Svínaræktin í Noregi er langstærsti viðtakandinn á því korni sem ræktað er í landinu. Ég held að í raun væri hægt að færa gild rök fyrir því að rækta það korn sem innlend svínarækt þarf á halda og þannig virkja umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað," segir Hörður. Erfitt sé hins vegar að rækta korn á Íslandi sem markaðsvöru, það sé nánast eingöngu ræktað til nota á eigin búi. Skoða þurfi hvort endurskoða þurfi kerfið svo hægt sé að rækta korn sem markaðsvöru á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. „Það er einfaldlega spurning hvort að það sé vilji fyrir því að taka þetta til endurskoðunar, en sóknarfærin eru alveg augljós. Við eigum mikið af landi sem er lítið nýtt og í stórum tilfellum ekki neitt," segir Hörður að lokum.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira