Innlent

Mikilvægt að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands.
Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Mynd/365
Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað að undanförnu vegna þurrka og uppskerubrests. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Hörður Harðarson, formaður svínaræktarfélags Íslands, segir stóran hluta íslenskrar búvöruframleiðslu byggja á fóðri sem keypt er frá útlöndum og því markaðurinn hér heima fyrir háður heimsmarkaðsverðinu.

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær afurðir sem þarna standa að baki, svínakjöt, kjúklingar, að hluta til nautakjötsframleiðsla, eggjaframleiðsla og mjólkuafurðaframleiðs, vera mjög háð því hvernig þessi mál þróast," segir Hörður.

Hann segir það liggja fyrir að framleiðsla á íslensku korni hafi hins vegar vaxið á síðustu árum. Til að mynda rækti hann korn á sínu búi fyrir svínarækt. Þarfir búgreinana séu hins vegar mismunandi.

„Svínaræktin í Noregi er langstærsti viðtakandinn á því korni sem ræktað er í landinu. Ég held að í raun væri hægt að færa gild rök fyrir því að rækta það korn sem innlend svínarækt þarf á halda og þannig virkja umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað," segir Hörður.

Erfitt sé hins vegar að rækta korn á Íslandi sem markaðsvöru, það sé nánast eingöngu ræktað til nota á eigin búi. Skoða þurfi hvort endurskoða þurfi kerfið svo hægt sé að rækta korn sem markaðsvöru á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum.

„Það er einfaldlega spurning hvort að það sé vilji fyrir því að taka þetta til endurskoðunar, en sóknarfærin eru alveg augljós. Við eigum mikið af landi sem er lítið nýtt og í stórum tilfellum ekki neitt," segir Hörður að lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.