Mikilvægt að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 30. júlí 2012 12:18 Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Mynd/365 Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað að undanförnu vegna þurrka og uppskerubrests. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Hörður Harðarson, formaður svínaræktarfélags Íslands, segir stóran hluta íslenskrar búvöruframleiðslu byggja á fóðri sem keypt er frá útlöndum og því markaðurinn hér heima fyrir háður heimsmarkaðsverðinu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær afurðir sem þarna standa að baki, svínakjöt, kjúklingar, að hluta til nautakjötsframleiðsla, eggjaframleiðsla og mjólkuafurðaframleiðs, vera mjög háð því hvernig þessi mál þróast," segir Hörður. Hann segir það liggja fyrir að framleiðsla á íslensku korni hafi hins vegar vaxið á síðustu árum. Til að mynda rækti hann korn á sínu búi fyrir svínarækt. Þarfir búgreinana séu hins vegar mismunandi. „Svínaræktin í Noregi er langstærsti viðtakandinn á því korni sem ræktað er í landinu. Ég held að í raun væri hægt að færa gild rök fyrir því að rækta það korn sem innlend svínarækt þarf á halda og þannig virkja umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað," segir Hörður. Erfitt sé hins vegar að rækta korn á Íslandi sem markaðsvöru, það sé nánast eingöngu ræktað til nota á eigin búi. Skoða þurfi hvort endurskoða þurfi kerfið svo hægt sé að rækta korn sem markaðsvöru á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. „Það er einfaldlega spurning hvort að það sé vilji fyrir því að taka þetta til endurskoðunar, en sóknarfærin eru alveg augljós. Við eigum mikið af landi sem er lítið nýtt og í stórum tilfellum ekki neitt," segir Hörður að lokum. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Hækkun heimsmarkaðsverðs á korni gæti leitt til verðhækkana á íslenskum matvælum. Mikilvægt er að efla íslenska kornrækt til að mæta hækkunum á innfluttu korni segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað að undanförnu vegna þurrka og uppskerubrests. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Hörður Harðarson, formaður svínaræktarfélags Íslands, segir stóran hluta íslenskrar búvöruframleiðslu byggja á fóðri sem keypt er frá útlöndum og því markaðurinn hér heima fyrir háður heimsmarkaðsverðinu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær afurðir sem þarna standa að baki, svínakjöt, kjúklingar, að hluta til nautakjötsframleiðsla, eggjaframleiðsla og mjólkuafurðaframleiðs, vera mjög háð því hvernig þessi mál þróast," segir Hörður. Hann segir það liggja fyrir að framleiðsla á íslensku korni hafi hins vegar vaxið á síðustu árum. Til að mynda rækti hann korn á sínu búi fyrir svínarækt. Þarfir búgreinana séu hins vegar mismunandi. „Svínaræktin í Noregi er langstærsti viðtakandinn á því korni sem ræktað er í landinu. Ég held að í raun væri hægt að færa gild rök fyrir því að rækta það korn sem innlend svínarækt þarf á halda og þannig virkja umtalsverð sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað," segir Hörður. Erfitt sé hins vegar að rækta korn á Íslandi sem markaðsvöru, það sé nánast eingöngu ræktað til nota á eigin búi. Skoða þurfi hvort endurskoða þurfi kerfið svo hægt sé að rækta korn sem markaðsvöru á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. „Það er einfaldlega spurning hvort að það sé vilji fyrir því að taka þetta til endurskoðunar, en sóknarfærin eru alveg augljós. Við eigum mikið af landi sem er lítið nýtt og í stórum tilfellum ekki neitt," segir Hörður að lokum.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira