Innlent

Maður handtekinn eftir innbrot í söluturn

Lögreglan handtók um tvö leitið í nótt karlmann, sem er grunaður um að hafa brotist inn í söluturn við Dalshraun. Talið er að hann hafi stolið nokkru magni af tóbaki, en ekki kemur fram hvort hann hafði komið þýfinu undan.

Í gærkvöldi var líka brotist inn í Rimaskóla, með því að brjóta rúðu í húsinu. Ljóst er að þjófur hefur farið þar um, en ekki liggur fyrir hvort hann stal einhverju. Hann er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×