Innlent

Grindhvalavaðan horfin frá Akranesi

Ekkert hefur spurst til grindhvalavöðunnarsem lónaði ut af Njarðvík í fyrradag og Akranesi í gærmorgun. Talið er að allt að tvö hundruð dýr séu í vöðunni.

Eftir að vöðunni var stuggað frá ströndum Akraness, hélt hún í suðvestur, eða út Faxaflóann og hafa ekki borist fréttir af henni síðar.

Í fyrradag gæddu svo fimm háhyrningar sér á makríl og sel alveg uppi í landsteinum á Flatey á Breiðafirði þar sem þeir þeyttu meðal annars sel upp í loftið, sem sjá má á vefnum Reykhólar.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×