Innlent

Metþátttaka á unglingalandsmóti UMFÍ

Metþáttaka verður í unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Þegar skáningu lauk í gærkvöldi höfðu rétt tæplega tvö þúsund keppendur skráð sig til leiks og gera skipuleggjendur mótsins ráð fyrir hátt í 15 þúsund gestum vegna mótsins.

Búið er að verja nokkur hundruð milljónum króna til uppbyggingar íþróttamannvirkja á Selfossi undanfarin misseri og verður ráðist í enn frekari framkvæmdir fyrir landsmót UMFÍ, sem verður haldið þar næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×