Vill ræða mál Nubos af yfirvegun Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 31. júlí 2012 19:04 Steingrímur J. Sigfússon segir betra að ræða mál Huangs Nubos af yfirvegun en að hrópast á í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin mun skipa hóp ráðherra til að mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til framkvæmdana. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að mynda hóp ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir stöðu málsins og aðkomu ríkisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það viðhorf uppi að ekkert hafi hingað til gerst í málinu sem sé óafturkræft, fjárfesting Huangs Nubos skapi mörg álitamál. „Yfir það þarf að fara og það er ekkert óafturkræft í þessum efnum," segir Ögmundur. Hann segir hópinn eiga eftir að mynda lokaafstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. „Við í sameiningu setjumst yfir málin. Förum efnislega yfir það sem vitað er um málið. Gröfumst eftir öðru sem dýpra er á og komumst svo sameiginlega að niðurstöðu." Á vef iðnaðarráðuneytisins var í dag birt fréttatilkynning þar sem fjallað er um málið. Þar segir að ýmsum spurningum sé ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við fjárfestingu Nubos. Til að mynda raforkudreifingu, snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu. „Já, það er ýmislegt sem tengist auðvitað þá innviðum sem verða að vera til staðar ef menn fara út í uppbyggingu af þessu tagi á svona stað. Það eru fjárhagsleg og umhverfisleg sjónarmið sem þarf að fara yfir," segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi iðnaðarráðherra. Hann segir málið vera viðkvæmt. „Sumir blanda í það pólitík eða stórveldapólitík og tilfinningum. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að ræða þetta af yfirvegun og skoða. Ana ekki að neinu í þeim efnum. Það sé betri kostur en að hrópast á um þetta í fjölmiðlum eða á torgum," segir Steingrímur. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir betra að ræða mál Huangs Nubos af yfirvegun en að hrópast á í fjölmiðlum. Ríkisstjórnin mun skipa hóp ráðherra til að mynda afstöðu ríkisstjórnarinnar til framkvæmdana. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að mynda hóp ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir stöðu málsins og aðkomu ríkisins. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það viðhorf uppi að ekkert hafi hingað til gerst í málinu sem sé óafturkræft, fjárfesting Huangs Nubos skapi mörg álitamál. „Yfir það þarf að fara og það er ekkert óafturkræft í þessum efnum," segir Ögmundur. Hann segir hópinn eiga eftir að mynda lokaafstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins. „Við í sameiningu setjumst yfir málin. Förum efnislega yfir það sem vitað er um málið. Gröfumst eftir öðru sem dýpra er á og komumst svo sameiginlega að niðurstöðu." Á vef iðnaðarráðuneytisins var í dag birt fréttatilkynning þar sem fjallað er um málið. Þar segir að ýmsum spurningum sé ósvarað hvað varðar uppbyggingu innviða í tengslum við fjárfestingu Nubos. Til að mynda raforkudreifingu, snjómokstur, skóla og heilbrigðisþjónustu. „Já, það er ýmislegt sem tengist auðvitað þá innviðum sem verða að vera til staðar ef menn fara út í uppbyggingu af þessu tagi á svona stað. Það eru fjárhagsleg og umhverfisleg sjónarmið sem þarf að fara yfir," segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi iðnaðarráðherra. Hann segir málið vera viðkvæmt. „Sumir blanda í það pólitík eða stórveldapólitík og tilfinningum. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að ræða þetta af yfirvegun og skoða. Ana ekki að neinu í þeim efnum. Það sé betri kostur en að hrópast á um þetta í fjölmiðlum eða á torgum," segir Steingrímur.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira