Innlent

Varað við hvassviðri

Mynd/Daníel
Vegagerðin varar við miklu hvassviðrið suðvestanlands upp úr úr hádegi í dag. Spáð er meðalvindi að 18-23 m/s sunnan- og suðvestanlands sem og á hálendinu vestanverðu.

Reikna má með vindhviðum allt að 30-35 m/s undir Eyjafjöllum frá því um kl.16 og fram á kvöld er tekur að lægja nálægt kl. 21. Eins undir Hafnarfjalli, á utanverðu Kjalarnesi og á Fróðárheiði á Snæfellsnesi frá um kl. 17 og fram undir miðnætti.

Þá vill Vegagerðin koma því á framfæri að vegna viðgerðar á brú verður Mófellsstaðavegur 507 lokaður við Kaldá um óákveðinn tíma. Vegfarendum er bent á Skorradalsveg 508 á meðan viðgerð stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×