Innlent

Skýjakerfi lægðarinnar nálgast

Hér má sjá hvernig skýjakerfi lægðarinna nálgast landið.
Hér má sjá hvernig skýjakerfi lægðarinna nálgast landið. mynd/Veðurstofa
Veðurstofa Íslands varar við því að treysta staðarspám um vindstyrk um helgina. Búist er við stormi á Suðurlandi, við Faxafóa og á hálendinu seint í dag. Þá hefur Vegagerðin varað við miklu hvassviðri suðvestanlands upp úr hádegi í dag.

Spáð er meðalvindi að 18-23 m/s sunnan- og suðvestanlands sem og á hálendinu vestanverðu.

Reikna má með vindhviðum allt að 30-35 m/s undir Eyjafjöllum frá því um kl.16 og fram á kvöld er tekur að lægja nálægt kl. 21. Eins undir Hafnarfjalli, á utanverðu Kjalarnesi og á Fróðárheiði á Snæfellsnesi frá um kl. 17 og fram undir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×