Innlent

Barist í Damaskus og Aleppo

Hart var var tekist á í Damaskus, höfuðborg Sýrlands í nótt. Hersveitir stjórnarhersins gerðu árás á nokkur úthverfi borgarinnar og notuðu við það þungavopn og herþyrlur. Þá voru einnig mikil átök í stærstu borg Sýrlands, Aleppo, í nótt.

Átök í landinu hafa harðnað verulega á síðustu vikum. Stjórnarhermenn hafa eflt árásir sínar eftir að uppreisnarhermenn felldu þrjá háttsetta aðila í ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands fyrr í vikunni. Þá hafa stjórnarandstæðingar einnig hertekið mikilvægar landamærastöðvar við Írak.

Samtökin Mannréttindavakt Sýrlands áætla nú að um 19 þúsund manns hafi fallið í átökum í Sýrlandi frá því að stjórnarbyltingin hófst í mars á síðasta ári. Mannfallstölur hafa hingað til verið á reiki en nú er talið að um 13 þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið á meðan um fimm þúsund stjórnarhermenn hafa verið drepnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×