Innlent

Slökkviliðið kallað að Hrafnistu

BBI skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þrisvar sinnum kallað út í nótt. Rétt fyrir sex í morgun barst tilkynning um reyk og reykjarlykt frá Hrafnistu. Einn dælubíll var sendur á svæðið. Engin hætta reyndist á ferðum en skýringin fannst aldrei. Í gærkvöldi var tilkynnt um svartareyk upp af þakinu á Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Öflugt lið af þremur stöðvum var sent á staðinn en þegar fyrsti bíll mætti á svæðið kom á daginn að um brennandi ruslahrúgu aftan við húsið var að ræða. Einnig var tilkynnt um brennandi rusl í hrauninu við Kaplakrika.

Töluverður erill var í sjúkraflutningum en farið var í 36 útköll. Það er nokkuð yfir meðallagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×