Innlent

Lögreglan hafði afskipti af skemmdarvörgum, röftum og þjófum

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um ölvun í miðborginni.

Tveir voru handteknir eftir að tilkynnt var um menn sem væru að skemma bíla við Snorrabraut. Einn var handtekinn í miðbænum fyrir að trufla störf lögreglumanna. Sá var í annarlegu ástandi og hann hafði einnig ætluð fíkniefni meðferðs. Þá innbrotsþjófur handtekinn við Skúlagötu um klukkan hálf þrjú í nótt. Maðurinn var mjög ölvaður og var vistaður í fangageymslu. Tveir voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur og einn var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×