Innlent

Merki bárust úr neyðarsendi

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Landhelgisgæslan fékk tilkynningu frá neyðarlínu Bandaríkjanna um að boð hefðu borist frá persónu neyðarsendi.

Fljótlega kom í ljós að staðurinn sem neyðarboðin bárust frá var á landi og var björgunarsveit á Ísafirði kölluð út. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á Vestfjörðum og fór á staðinn sem neyðarsendirinn gaf upp til að sækja manninn.

Hann hafði dottið og er með áverka á höfði og ökla. Flogið var með hann til Ísafjarðar. Enn liggja ekki fyrir frekari upplýsingar.

Viðbót kl. 20:10

Maðurinn er kominn undir læknishendur. Fátt er vitað um meiðsl hans að svo stöddu. Þyrlan er snúin aftur til eftirlitsstarfa sinna og mun sinna þeim frameftir kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×