Innlent

Þyrlu Gæslunnar beitt gegn sinueldum á Snæfellsnesi

Mikill sinueldur brann í landi Rauðkollsstaða á Snæfellsnesi síðdegis í gær og fram á nótt.

Eftir að haugsuga sem notuð hafði verið við slökkvistörfin festist var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún í loftið frá Reykjavík um klukkan tíu í gærkvöldi.

Þyrlan, TF-Líf er eina þyrla Gæslunnar sem er búin til slökkvistarfa en hægt er að hengja svokallaða slökkvifötu neðan í hana sem síðan er dýpt í sjó eða vatn. Síðan er allt að tvö þúsund lítrum sleppt yfir eldinn.

Að sögn vaktstjóra hjá Gæslunni fór þyrlan tuttugu og tvær ferðir yfir sinueldinn og kom slökkvifatan að góðum notum. Þyrlan snéri aftur til Reykjavíkur um miðnættið og hafði þá tekist að ná tökum á eldinum þótt enn logaði í glæðum sum staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×