Innlent

Stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Celebrity Eclipse við Skarfabakka í Reykjavík.
Celebrity Eclipse við Skarfabakka í Reykjavík. mynd/ valgarð.
Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse fór frá bryggju í Reykjavík í gær eftir að hafa verið í sólarhring á Íslandi. Skipið er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þetta sumar. Skipið er einungis tveggja ár gamalt, en það var vígt í apríl 2010, og er hið allra glæsilegasta eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Samkvæmt áætlun mun skipið koma aftur þann 7. ágúst næstkomandi og vera hér í sólarhring.

Það var Valgarð Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis sem tók myndirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×