Innlent

Ný íslandsmet í bæði karla- og kvennaflokki

BBI skrifar
Hér kemur Björn Margeirsson í mark.
Hér kemur Björn Margeirsson í mark. Mynd/marathon.is
Fyrstu hlauparar eru komnir í mark í Laugavegshlaupinu og fyrir liggur að tvö íslandsmet voru sett, bæði í karla og kvennahlaupi.

Björn Margeirsson kom fyrstur karla í mark á tímanum 4:19:55. Þar með setur hann nýtt brautarmet og bætir fyrra met Inga Jónssonar sem var 4:20:32 og var sett árið 2009. Annar í mark var Friðleifur K. Kristjánsson og þriðji Helgi Júlíusson.

Fyrst kvenna í mark var skoska hlaupakonan Angela Mudge. Hún setti nýtt brautarmet í kvennaflokki á tímanum 5:00:55. Þar með slær hún met Helenu Ólafsdóttur 5:21:12 sem hún setti árið 2010.

Alls tóku 301 hlaupari þátt. Á tímabili var útlit fyrir að það yrði óþægilega heitt í veðri fyrir hlaupara. Það gekk ekki eftir og að sögn Svövu Oddnýjar Ásgeirsdóttur, hlaupstjóra, var veðrið frábært til hlaupa. Því er engin hætta á að menn ofþorni vegna veðurs.


Tengdar fréttir

Stefnir í Íslandsmet í Laugavegshlaupinu

Allt stefnir í að Íslandsmet verði slegið í Laugavegshlaupinu í dag en nú rétt fyrir hádegi voru fremstu hlaupararnir hálfnaðir með leiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×