Innlent

Kemur til greina að banna munntóbak

BBI skrifar
Velferðarráðherra hefur áhyggjur af aukinni munntóbaksnotkun og íhugar að skattleggja það hátt eða hreinlega banna það. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Þeir sem nota munntóbak eru helst ungir karlmenn. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur miklar áhyggjur af því. Hann bendir á að tóbaksnotkun sé heilbrigðisvandamál á heimsmælikvarða, viðbrögð Íslendinga við reykingum hafi verið til sóma og nú þurfi að skoða hvernig hægt sé að bregðast við þessari hlið vandamálsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.