Innlent

Hjólar kringum landið fyrir 12 ára vinkonu

BBI skrifar
Helga á hjóli.
Helga á hjóli. Mynd/facebook síða Helgu
Breiðdælingurinn Helga Hrönn Melsteð lagði á föstudaginn var í hjólreiðarferð hringinn í kringum landið. Ferðina kallar hún Thelmu-hringinn og tileinkar tólf ára stúlku sem berst við krabbamein.

Helga náttaði í Öxnardal síðustu nótt og lagði af stað aftur klukkkan níu í morgun. Stefnan er sett á Blönduós í dag. Húntelur að það sé um 120 km vegalengd.

Féttastofa náði tali af Helgu þegar hún var rétt komin upp á Öxnadalsheiði. Hún segir heiðina hafa verið töluvert puð. „En á móti kemur ansi fín brekka niður hinum megin," segir hún. Ferðin gengur annars prýðilega.

Helga gerir ráð fyrir því að verða um tvær vikur á leiðinni. Hún ætlar að eigin sögn að slóra aðeins í Reykjavík.

Aðeins um hálfur mánuður er síðan nokkrir slökkviliðsmenn hjóluðu umhverfis landið til að vekja athygli á hjálmanotkun. Þó slökkviliðsmenn séu almennt í góðu formi var ferðin að þeirra sögn afar strembin. Helga skipar sér nú á stall með þessum hreystimennum.

Helga segir frá markmiði ferðarinnar á facebook-síðu sinni. Thelma Dís er 12 ára stúlka sem greindist með krabbamein í fæti í vor. Hún hefur síðan verið í erfiðri meðferð og nú hefur fóturinn verið tekinn af henni. Helga tileinkar Thelmu ferð sína og segist afar þakklát ef einhver sér sér fært að styðja við bakið á fjölskyldu Thelmu.

Reiknings upplýsingarnar eru:

1147 - 05 - 401414

kennitala 270100-2280




Fleiri fréttir

Sjá meira


×