Innlent

Hnémeiðsli settu strik í reikninginn hjá slökkviliðsmönnum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hjólreiðahópurinn á ferð.
Hjólreiðahópurinn á ferð. mynd/kjartan blöndahl
„Fyrstu dagarnir voru afar strembnir og veðrið erfitt," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón hjólar nú hringinn í kringum landið ásamt nokkrum slökkviliðsmönnum frá höfuðborgarsvæðinu og Landsspítalanum.

„Í dag var stefnan tekin á Egilsstaði en hnémeiðsli urðu til þess að við stoppuðum við Jarðböð í Mývatnssveit."

Jón Viðar segir að ferðin hafi gengið áfallalaust hingað til en það ætti þó ekki að koma á óvart að meiðsli myndu setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega gríðarlega sprengja. Við hjólum mikið á hverjum degi og ýmislegt getur komið upp á."

Á morgun munu slökkviliðsmennirnir hjóla í átt að Reyðarfirði en þeir munu þó heilsa upp á kollega sína á Egilsstöðum í leiðinni.

Með því að hjóla hringinn vilja slökkviliðsmennirnir vekja athygli á hjálmanotkun fullorðinna hjólreiðamanna. Jón segir að yngri hjólreiðamenn muni yfirleitt eftir því að setja upp hjálminn, þeir sem eldri eru virðast þó gleyma honum frekar.


Tengdar fréttir

Hjóla meira en 200 kílómetra á dag

Hópur slökkviliðsmanna og fólks þeim tengdur er þessa dagana að hjóla hringinn í kringum landið. Þetta er gert til að reyna að vekja athygli á hjálmanotkun fullorðinna hjólreiðamanna. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, er með í för. Hann segir í samtali við Vísi að svo virðist sem börn og unglingar hafi náð að temja sér notkun reiðhjólahjálma en fólk yfir tvítugt sé ekki jafn gjarnt á að nota þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×