Innlent

Páll Gísli með rifinn liðþófa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA.
Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA. Mynd/Guðmundur Bjarki
Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, verður frá næstu 4-5 vikurnar en hann gekkst í morgun undir aðgerð vegna hnémeiðsla.

Páll Gísli er með rifinn liðþófa en hann meiddist á æfingu daginn fyrir leik ÍA gegn FH, sem Skagamenn töpuðu 7-2.

Þetta kom fram í Boltanum á X-inu 977 í dag en nú er ljóst að hinn ungi Árni Snær Ólafsson mun verja mark Skagamanna í næstu leikjum.

ÍA mætir Fram í Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×