Innlent

Barn slasaðist við heyskap

Alvarlegt slys átti sér stað við Sauðárkrók á fimmta tímanum í dag. Þar slasaðist barn við heyskap.

Barnið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og var því komið undir læknishendur á Landspítalanum.

Ekki liggur fyrir hversu slæmir áverkar barnsins eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×