Spjaldtölvuvæðing þingsins gæti sparað milljónir í prentkostnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2012 21:55 Spara mætti á þriðja tug milljóna króna árlega í prentunar- og pappírskostnað með því að láta alla þingmenn fá spjaldtölvur í stað þess að prenta út þingskjöl. Dæmi eru um slíkt frá þjóðþingum annarra ríkja. Árlegur pappírs- og prentkostnaður Alþingis nemur um 30 milljónum króna, en um er að ræða kostnað vegna prentunar og ljósritunar lagafrumvarpa, skýrslna og annarra þingskjala. Stjórnarráðið ber um helming þessarar fjárhæðar vegna prentunar stjórnarfrumvarpa. Þetta vekur upp spurningar um hvort ekki megi ná fram sparnaði í kostnaði með því til dæmis að láta alþingismenn fá spjaldtölvur. Kostnaðurinn við að láta allan þingheim fá nýjustu gerð af iPad nemur 5,6 milljónum króna. Ef allir varaþingmenn fengu slíka spjaldtölvu einnig yrði heildarkostnaðurinn 11,2 milljónir. Í maí síðastliðnum voru keyptar 650 iPad spjaldtölvur fyrir alla meðlimi breska þingsins. Þá fengu allir 790 meðlimir á þjóðþingi Indlands sérstaka kennslu í notkun spjaldtölva í fyrra til að draga úr pappírskostnaði. Spjaldtölvur hafa slegið í gegn meðal þingmanna í Bundestag, neðri deild þýska þjóðþingsins eins og kemur fram í þessari frétt Spiegel. Hollendingar hafa gengið enn lengra og beinlínis bannað þingmönnum að prenta út, en í október í fyrra skiptu meðlimir efri deildar hollenska þjóðþingsins alfarið út pennum og pappír fyrir iPad og var þeim kennt að nota sérstakt "app" eða smáforrit sem var sérstaklega hannað fyrir þingið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði verið kannað og niðurstaðan væri að þetta myndi aldrei koma í staðinn fyrir prentuð skjöl. Þá væri ljóst að hluti þingmanna myndi aldrei nota slík tæki. Því væri innleiðing spjaldtölva í sparnaðarskyni ekki á dagskrá í þinginu á næstunni. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Spara mætti á þriðja tug milljóna króna árlega í prentunar- og pappírskostnað með því að láta alla þingmenn fá spjaldtölvur í stað þess að prenta út þingskjöl. Dæmi eru um slíkt frá þjóðþingum annarra ríkja. Árlegur pappírs- og prentkostnaður Alþingis nemur um 30 milljónum króna, en um er að ræða kostnað vegna prentunar og ljósritunar lagafrumvarpa, skýrslna og annarra þingskjala. Stjórnarráðið ber um helming þessarar fjárhæðar vegna prentunar stjórnarfrumvarpa. Þetta vekur upp spurningar um hvort ekki megi ná fram sparnaði í kostnaði með því til dæmis að láta alþingismenn fá spjaldtölvur. Kostnaðurinn við að láta allan þingheim fá nýjustu gerð af iPad nemur 5,6 milljónum króna. Ef allir varaþingmenn fengu slíka spjaldtölvu einnig yrði heildarkostnaðurinn 11,2 milljónir. Í maí síðastliðnum voru keyptar 650 iPad spjaldtölvur fyrir alla meðlimi breska þingsins. Þá fengu allir 790 meðlimir á þjóðþingi Indlands sérstaka kennslu í notkun spjaldtölva í fyrra til að draga úr pappírskostnaði. Spjaldtölvur hafa slegið í gegn meðal þingmanna í Bundestag, neðri deild þýska þjóðþingsins eins og kemur fram í þessari frétt Spiegel. Hollendingar hafa gengið enn lengra og beinlínis bannað þingmönnum að prenta út, en í október í fyrra skiptu meðlimir efri deildar hollenska þjóðþingsins alfarið út pennum og pappír fyrir iPad og var þeim kennt að nota sérstakt "app" eða smáforrit sem var sérstaklega hannað fyrir þingið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði verið kannað og niðurstaðan væri að þetta myndi aldrei koma í staðinn fyrir prentuð skjöl. Þá væri ljóst að hluti þingmanna myndi aldrei nota slík tæki. Því væri innleiðing spjaldtölva í sparnaðarskyni ekki á dagskrá í þinginu á næstunni.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira