Innlent

Taka ákvörðun um frekari leit þegar líða tekur á daginn

Þyrlan kom aftur til Reykjavíkur um klukkan hálf-sex í gær.
Þyrlan kom aftur til Reykjavíkur um klukkan hálf-sex í gær.
Ákvörðun um hvort halda beri áfram leitinni að hvítabirninum sem ítalskir ferðamenn töldu sig sjá í Húnaflóa í fyrradag verður tekin þegar líða tekur á morguninn. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á stóru svæði í gær án árangurs en flogið var með strandlengjunni frá Skaga inn Húnafjörð, yfir Þingeyrarsand og fyrir Vatnsnes. Var síðan haldið áfram alveg vestur um og norður í Bjarnafjörð á Hornströndum.

Ekkert sást til dýrsins en hinsvegar fundu Gæslumenn öldumælisdufl sem hafði fyrir nokkru slitnað upp. Duflið hafði rekið frá Straumnesi, fyrir Horn og inn á Strandir. Duflið var tekið um borð og síðan flogið til eldsneytistöku á Ísafirði. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík um klukkan hálfsex í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×