Lyfjakostnaður lækkar þrátt fyrri aukna lyfjanotkun 6. júlí 2012 11:46 Lyfjakostnaður sjúkratrygginga, að undanskyldum S-merktum lyfjum (sjúkrahúslyf), lækkaði árið 2011 frá fyrra ári þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands. Lækkunin er einkum vegna aðgerða stjórnvalda er varða breytingar á greiðsluþátttöku í þunglyndislyfjum og í flogaveikilyfinu Lyrica. Að óbreyttu hefði lyfjakostnaður orðið 750 milljónum kr. hærri en raunin varð. Svo segir í tilkynningunni:Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman yfirlit yfir almennan lyfjakostnað sjúkratrygginganna á árinu 2011. Að undanskildum S-lyfjum (sjúkrahúslyf) nam lyfjakostnaður sjúkratrygginganna 9.333 milljónum kr. árið 2011. Kostnaðurinn var 9.594 milljónir kr. árið 2010 og lækkaði því um 261 milljón kr. (2,7%) milli ára. Lyfjanotkun mæld í fjölda skilgreindra dagsskammta (DDD) jókst hins vegar á sama tíma um 5,1%. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda og aukin samkeppni hafa þannig þriðja árið í röð skilað umtalsverðri kostnaðarlækkun.Gengi og verðlag lækkaði um 1,6% milli áranna 2010 og 2011 (m.v. 85% vægi lyfjaverðskrárgengis evru og 15% vægi vísitölu neysluverðs). Verð stærsta hluta lyfja er skráð í erlendri mynt, einkum danskri krónu og evru, og uppreiknast mánaðarlega.Á föstu verðlagi og miðað við 5,1% magnaukningu frá 2010 hefði kostnaðurinn átt að hækka um 489 milljónir kr. og vera 10.083 milljónir eða 750 milljónum kr. hærri en raunin varð. Af heildarlækkuninni má rekja 141 milljón kr. til verðlags- eða gengisþróunar og 609 milljónir kr. til aukinnar samkeppni og aðhaldsaðgerða stjórnvalda.Aðgerðir stjórnvalda hafa einkum haft áhrif á kostnað vegna þunglyndislyfja, sem lækkaði um 221 milljón kr. milli 2010 og 2011, og vegna flogaveikilyfsins Lyrica, sem lækkaði um 100 milljón kr. Breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja voru gerðar 1. júní 2010 og vegna Lyrica 1. september 2010. Að auki hefur verð á nokkrum lyfjum lækkað með tilkomu samheitalyfja ásamt því að greiðsluhluti sjúklings var hækkaður 1. janúar 2011 um 5,23%. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Lyfjakostnaður sjúkratrygginga, að undanskyldum S-merktum lyfjum (sjúkrahúslyf), lækkaði árið 2011 frá fyrra ári þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands. Lækkunin er einkum vegna aðgerða stjórnvalda er varða breytingar á greiðsluþátttöku í þunglyndislyfjum og í flogaveikilyfinu Lyrica. Að óbreyttu hefði lyfjakostnaður orðið 750 milljónum kr. hærri en raunin varð. Svo segir í tilkynningunni:Sjúkratryggingar Íslands hafa tekið saman yfirlit yfir almennan lyfjakostnað sjúkratrygginganna á árinu 2011. Að undanskildum S-lyfjum (sjúkrahúslyf) nam lyfjakostnaður sjúkratrygginganna 9.333 milljónum kr. árið 2011. Kostnaðurinn var 9.594 milljónir kr. árið 2010 og lækkaði því um 261 milljón kr. (2,7%) milli ára. Lyfjanotkun mæld í fjölda skilgreindra dagsskammta (DDD) jókst hins vegar á sama tíma um 5,1%. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda og aukin samkeppni hafa þannig þriðja árið í röð skilað umtalsverðri kostnaðarlækkun.Gengi og verðlag lækkaði um 1,6% milli áranna 2010 og 2011 (m.v. 85% vægi lyfjaverðskrárgengis evru og 15% vægi vísitölu neysluverðs). Verð stærsta hluta lyfja er skráð í erlendri mynt, einkum danskri krónu og evru, og uppreiknast mánaðarlega.Á föstu verðlagi og miðað við 5,1% magnaukningu frá 2010 hefði kostnaðurinn átt að hækka um 489 milljónir kr. og vera 10.083 milljónir eða 750 milljónum kr. hærri en raunin varð. Af heildarlækkuninni má rekja 141 milljón kr. til verðlags- eða gengisþróunar og 609 milljónir kr. til aukinnar samkeppni og aðhaldsaðgerða stjórnvalda.Aðgerðir stjórnvalda hafa einkum haft áhrif á kostnað vegna þunglyndislyfja, sem lækkaði um 221 milljón kr. milli 2010 og 2011, og vegna flogaveikilyfsins Lyrica, sem lækkaði um 100 milljón kr. Breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja voru gerðar 1. júní 2010 og vegna Lyrica 1. september 2010. Að auki hefur verð á nokkrum lyfjum lækkað með tilkomu samheitalyfja ásamt því að greiðsluhluti sjúklings var hækkaður 1. janúar 2011 um 5,23%.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira