Innlent

Grænlenskur unglingur með skotsár fluttur til Reykjavíkur

Mynd úr fluginu.
Mynd úr fluginu.
Í gær barst Norlandair beiðni um sjúkraflug til Grænlands. Flytja þurfti 13 ára gamlan dreng með skotsár í nára frá Tasiilaq til Reykjavíkur.

Þegar beiðnin barst var verið að flytja tvo sjúklinga innanlands en á örskömmum tíma tókst að manna aðra sjúkraflugsáhöfn.

Í flugið fóru flugvél og flugmaður frá Norlandair, flugstjóri frá Mýflugi, sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði Akureyrar og svæfingalæknir og svæfingahjúkrunarfræðingur frá FSA.

Sjúklingurinn var fluttur með þyrlu frá Tasiilaq á flugvöllinn í Kulusuk þar sem tekið var við honum. Lent var á Reykjavíkurflugvelli um kl. 21:30 og farið með drenginn á bráðamóttöku í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×