Benedikt syndir Alcatrazsundið Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2012 16:39 Benedikt æfir daglega. mynd/ arnþór Birkisson Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að synda Alcatrazsund með tveimur félögum sínum þann 28. júlí næstkomandi. Sundið er á milli hins þekkta fangelsis og San Fransisco í Bandaríkjunum. „Þetta er gert í tilefni þess að félagi okkar, Jón Sigurðsson er svona í fullorðnari kantinum. Hann varð sextugur fyrir stuttu og var búinn að finna út að það gæti verið skemmtielgt að synda Alcatrazsundið," segir Benedikt í samtali við Vísi. Auk Benedikts og Jóns mun Árni Þór Árnason synda. Benedikt segir að þeir hafi komist að því að 12. júní síðastliðinn hafi akkúrat verið liðin 50 ár frá því að Frank Morris og Englishbræður flúðu úr Alcatraz. Það væri þess vegna kjörið tækifæri að ráðast í sundið núna. „Clint Eastwood gerði alveg rosalega góða mynd sem fylgir alveg sögunni. Ég er búinn að vera að stúdera söguna svolítið núna," segir Benedikt. Leiðin sem þeir munu synda er fjórir kílómetrar í loftlínu en vegna mikilla strauma getur verið að sundleiðin fari allt upp í sjö til átta kílómetra. Benedikt býst við því að sundið muni taka um einn til einn og hálfan klukkutíma. Benedikt er eini Íslendingurinn sem hefur lokið sundi yfir Ermasund. Sú reynsla mun nýtast honum vel í Alcatrazsundinu. „Þetta er straumhart og þetta er kalt," segir Benedikt. Hann bætir því við að þetta sund hafi oft verið synt. „En það eru mjög fáir sem hafa synt þetta á sundskýlunni eins og við ætlum að gera," segir Benedikt. Benedikt vinnur ötullega að því að koma sér í form þessa dagana og syndir tvisvar á dag í Nauthólsvík. Sundið er ekki hættulaust því að sögur segja að þarna í sjónum séu hákarlar. „Nú eru þetta allt saman bara sögusagnir sem ég hef ekki staðfest," segir Benedikt. Hann bendir á að auk sögusagna um hákarla sé talað um að þarna geti verið þvottabirnir sem geti verið árásargjarnir á sínu heimasvæði. Tilgangurinn með ferð þremenninganna er meðal annars að kynna Ísland sem áhugaverðan viðkomustað fyrir sjósundmenn. „Við erum svona að reyna að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan stað til að synda á," segir Benedikt. Hann segir að mikið af sundfólki sé að leita sér að áhugaverðum áfangastöðum. Nefnir Benedikt sem dæmi að hægt sé að kynna Drangeyjarsund og Viðeyjarsund sem áhugaverðar áskoranir fyrir erlenda sundmenn. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að synda Alcatrazsund með tveimur félögum sínum þann 28. júlí næstkomandi. Sundið er á milli hins þekkta fangelsis og San Fransisco í Bandaríkjunum. „Þetta er gert í tilefni þess að félagi okkar, Jón Sigurðsson er svona í fullorðnari kantinum. Hann varð sextugur fyrir stuttu og var búinn að finna út að það gæti verið skemmtielgt að synda Alcatrazsundið," segir Benedikt í samtali við Vísi. Auk Benedikts og Jóns mun Árni Þór Árnason synda. Benedikt segir að þeir hafi komist að því að 12. júní síðastliðinn hafi akkúrat verið liðin 50 ár frá því að Frank Morris og Englishbræður flúðu úr Alcatraz. Það væri þess vegna kjörið tækifæri að ráðast í sundið núna. „Clint Eastwood gerði alveg rosalega góða mynd sem fylgir alveg sögunni. Ég er búinn að vera að stúdera söguna svolítið núna," segir Benedikt. Leiðin sem þeir munu synda er fjórir kílómetrar í loftlínu en vegna mikilla strauma getur verið að sundleiðin fari allt upp í sjö til átta kílómetra. Benedikt býst við því að sundið muni taka um einn til einn og hálfan klukkutíma. Benedikt er eini Íslendingurinn sem hefur lokið sundi yfir Ermasund. Sú reynsla mun nýtast honum vel í Alcatrazsundinu. „Þetta er straumhart og þetta er kalt," segir Benedikt. Hann bætir því við að þetta sund hafi oft verið synt. „En það eru mjög fáir sem hafa synt þetta á sundskýlunni eins og við ætlum að gera," segir Benedikt. Benedikt vinnur ötullega að því að koma sér í form þessa dagana og syndir tvisvar á dag í Nauthólsvík. Sundið er ekki hættulaust því að sögur segja að þarna í sjónum séu hákarlar. „Nú eru þetta allt saman bara sögusagnir sem ég hef ekki staðfest," segir Benedikt. Hann bendir á að auk sögusagna um hákarla sé talað um að þarna geti verið þvottabirnir sem geti verið árásargjarnir á sínu heimasvæði. Tilgangurinn með ferð þremenninganna er meðal annars að kynna Ísland sem áhugaverðan viðkomustað fyrir sjósundmenn. „Við erum svona að reyna að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan stað til að synda á," segir Benedikt. Hann segir að mikið af sundfólki sé að leita sér að áhugaverðum áfangastöðum. Nefnir Benedikt sem dæmi að hægt sé að kynna Drangeyjarsund og Viðeyjarsund sem áhugaverðar áskoranir fyrir erlenda sundmenn.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira