Innlent

Vill sjá örari endurnýjun í Hæstarétti

BBI skrifar
Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason.
Það væri heillavænlegra ef endurnýjun í Hæstarétti væri örari. Þetta telur Þorvaldur Gylfason. Hann telur að með þeim hætti mætti komast hjá þeirri stöðu að nær allir dómarar réttarins hefðu verið skipaðir af sömu tveimur stjórnmálaflokkunum.

„Þessi hugmynd hefur verið í deiglunni í Bandaríkjunum," segir Þorvaldur. Þar hefur verið lagt til að dómarar væru skipaðir til nokkurra ára í senn og þar með tryggt að hver forseti nái að skipa einn dómara á hverju kjörtímabili. „Þannig verður skipunin í dómaraembætti lýðræðislegri," segir Þorvaldur en nefnir að raunin hafi verið önnur í Bandaríkjunum hingað til.

Hugmyndir Þorvalds mætti framkvæma með því að dómarar væru skipaðir tímabundið til tíu ára í senn og eftir það væri þeim gert að hætta. Eins og framkvæmdin er á Íslandi í dag eru dómarar skipaðir ótímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×