Innlent

Myndir af Bestu útihátíðinni samansafnaðar á netinu

BBI skrifar
Sprotafyrirtækið Live Shuttle hannaði forritið. Á myndinni eru starfsmenn fyrirtækisins.
Sprotafyrirtækið Live Shuttle hannaði forritið. Á myndinni eru starfsmenn fyrirtækisins.
Með nýju íslensku forriti verður hægt að fylgjast með framvindu Bestu útihátíðarinnar á netinu. GPS staðsetningarhnit hátíðarinnar voru sett inn í forritið og í kjölfarið munu allar myndir sem teknar verða á ákveðna síma innan þessara hnita birtast á tiltekinni slóð á netinu.

Sprotafyrirtækið Live Shuttle, sem hannaði forritið, segir að Besta útihátíðin verði notuð sem tilraunaverkefni til að reyna búnaðinn. Í þetta sinn munu bara myndir útvalinna notenda birtast á netinu. Stefnan er sú að forritið verði notað á Þjóðhátíð í Eyjum og þá með þeim hætti að allir geti tekið þátt og allar myndir sem teknar verða á svæðinu birtist samansafnaðar á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×