Innlent

Gengu á stultum og lærðu um smokka á götuhátíð - myndir

BBI skrifar
Þessar ungu stúlkur lærðu að setja smokk á gervityppi á götuhátíðinni í dag.
Þessar ungu stúlkur lærðu að setja smokk á gervityppi á götuhátíðinni í dag. Mynd/Pjetur
Jafningjafræðsla Hins Hússins hélt sína árvissu götuhátíð á Austurvelli í dag. Glatt var á hjalla, tónlist var spiluð, verslað var með föt og smokkar mátaðir á gervityppi svo fátt eitt sé nefnt.

Götuhátíðin er árlegur viðburður í starfi Jafningjafræðslunnar sem er forvarna-apparat á vegum Hins Hússins. Jafningjafræðslan heimsækir hópa í Vinnuskóla Reykjavíkurborgar og fræðir um skaðsemi vímuefna, heilbrigt kynlíf og fleira. Hugmyndafræði Jafningjafræðslunnar byggir á að ungir krakkar hlusti betur og taki meira mark á forvarnarfræðslu þegar ungmenni á svipuðu reki og börnin sjá um fræðsluna. Jafningjafræðslan kristallast því í einum afbökuðum málshætti: „Ungur nemur, ungur temur".

Fréttaljósmyndarinn Pjetur brá sér á vettvang og fangaði hátíðarhöldin með linsunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×