Innlent

Mikil kólnun í Eldfelli

Á loftmyndinni hér að ofan má sjá útbreiðslu jarðhita í Eldfelli árin 1990 og 2012.
Á loftmyndinni hér að ofan má sjá útbreiðslu jarðhita í Eldfelli árin 1990 og 2012. mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands
Eldfell í Vestmannaeyjum hefur kólnað verulega á síðustu árum. Nýjar mælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrustofu Suðurlands sýna að svæði með meira en 50 gráðu hita er nú aðeins 5.300 fermetrar en var tæplega 69 þúsund fermetrar árið 1990.

Að sama skapi hefur svæðið með meira 100 gráðu hita minnkað verulega eða úr 5.600 fermetrum í 2.100 fermetra. Mælingar benda til áframhaldandi kólnunar í eldstöðinni en á afmörkuðu svæði í háegg Eldfells mun jarðhitinn þó haldast lengur.

Mælingarnar fóru fram dagana 11. til 12. júní síðastliðinn. Markmið þeirra var að kanna útbreiðslu jarðhita fjallsins en 39 ár eru frá goslokum í Heimaey.

Marglitar eldfjallaútfellingar hafa myndast þar sem heitast hefur verið í Eldfelli. Í eystri gígbrúninni hefur nú fundist alls 87 tegundir útfellingasteinda eða mínerala. Af þeim eru sex nýjar tegundar fyrir jarðvísindin. Ein þeirra heitir eftir Eldfelli og nefnist eldfellít. Henni hefur þegar verið lýst í alþjóðlegum fræðiritum.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um mælingarnar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×