Innlent

Ferðalagið hófst með ósköpum

Frá vettvangi við Keflavíkurflugvöll.
Frá vettvangi við Keflavíkurflugvöll. mynd/Fréttastofa
Ferðalag tveggja ferðamanna um Ísland hófst með ósköpum í dag. Stuttu eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli og gengið frá sínum málum tóku þau jeppa á leigu.

Þau höfnuðu síðan tjörninni við listaverkið Þotuhreiðrið eftir að ökumaðurinn hafði villst á bensíngjöf og bremsu.

Ferðamennirnir óku niður gjaldhlið og tengikassa. Því næst skransaði bíllinn yfir rútu- og leigubílastæði áður en hann stöðvaðist við listaverkið.

Þar ók ökumaðurinn svo á stein en bakkaði svo út í miðja tjörn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli var ferðamönnunum brugðið en engin slys urðu þó á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×