Innlent

Thelmu-hringurinn hjólaður

Helga Hrönn ásamt fríðu föruneyti í Hveragerði.
Helga Hrönn ásamt fríðu föruneyti í Hveragerði. mynd/Pjetur
Helga Hrönn Melsteð hjólar nú hringinn í kringum landið. Ferðin er tileinkuð Thelmu Dís, 12 ára, sem nú berst við krabbamein.

Thelma Dís greindist með krabbamein í fæti í vor og er síðan þá búin að vera í lyfjagjöf. Ljóst var að miklar lýkur væru á að fjarlægja þyrfti fótinn hefur sú aðgerð nú verið framkvæmd.

Helga ákvað því að hjóla hringinn og gerir það til vekja athygli á erfiðleikum Thelmu Dísar og fjölskyldu hennar. Hún hefur opnað styrktarreikning þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum.

Helga lagði af stað frá N1 í Mosfellsbæ í gær og var við Hveragerði í dag þar sem þessi mynd var tekin.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um hringferðina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×