Innlent

Borgarahreyfingin greiðir ógoldin laun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Borgarahreyfinguna til að greiða Herberti Sveinbjörnssyni og kvikmyndagerðarmanninum Gunnari Sigurðssyni tæpar 2.6 milljónir vegna vinnu sem þeir inntu af hendi við gerð kynningarmyndbanda fyrir flokkinn.

Málið snerist um greiðslu launa en Herbert og Gunnar höfðu verið fengnir til að vinna nokkrar stuttmyndir fyrir flokkinn.

Ágreiningur kom upp milli þeirra og stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem varð til þess að þeir náðu ekki að ljúka gerð stuttmyndanna. Herbert og Gunnar töldu sig vera með ráðningarsamning í höndum til fimm mánaða og kröfðust þess að hann yrði virtur.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu ekki hafi verið leyfilegt að segja samningum upp og var flokkurinn dæmdur til að greiða Gunnari rúmlega 1.5 hálfa milljón króna og Herberti tæpa 1.1 milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×