Innlent

Loftborin íþróttahöll risin í Hveragerði

BBI skrifar
Hamarshöllin risin.
Hamarshöllin risin. Mynd/hveragerdi.is
Harmarshöllin var blásin upp í Hveragerði á laugardaginn. Til stóð að reisa höllina á laugardagsmorguninn. Þá var hins vegar of mikill vindur til verksins. Hins vegar lygndi rétt fyrir miðnætti á laugardaginn og þá var strax tekin ákvörðun um að blása höllina upp.

Fjöldi fólks fylgdist með þegar höllin reis á tæpum klukkutíma og fékk svo að litast um innan í henni. Mikil tilhlökkun hefur ríkt meðal íbúa Hveragerðis og margir lagt hönd á plóg til að koma húsinu upp enda er höllin mikil lyftistöng fyrir íþróttamenningu bæjarfélagsins.

Hamarshöllin er yfir 5000 fermetra, loftborin íþróttahöll og 15 metrar á hæð.


Tengdar fréttir

Sjálfboðaliðar reisa íþróttahöll í Hveragerði

Fjöldi sjálfboðaliða kom saman í Hveragerði í gær og hjálpaði til við að reisa nýja íþróttahöll fyrir bæinn. Mæting sjálfboðaliða var framar vonum og telur Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, að rúmlega 50 manns hafi lagt hönd á plóg. Að sögn ríkti gleði og fjör í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×