Innlent

Tafir og lokanir á Kringlumýrarbraut

BBI skrifar
Þeir sem þurfa að komast leiðar sinnar akandi til eða frá miðborginni í kvöld ættu að velja Sæbrautina og/eða Reykjanesbraut til að keyra. Frá klukkan níu í kvöld verða mikla framkvæmdir og lokanir á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Unnið verður að fræsingu fram eftir nóttu í kvöld og annað kvöld.

Í dag má einnig búast við töfum á umferð á Kringlumýrarbraut vegna malbikunarframkvæmda.

Fyrir hádegi er ætlunin að malbika miðakreinina til norðurs frá Fossvogi að Miklubraut en eftir hádegi verður Kringlumýrarbrautin malbikuð til suðurs frá Miklubraut rétt suður fyrir Listabraut Unnið verður á einni akrein í einu og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega um vinnusvæðið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um klukkan 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×