Innlent

Björn gegnir formennsku í Snorrastofu

JHH skrifar
mynd/ gva.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur tekið við stöðu formanns stjórnar Snorrastofu, menningar- og miðaldaseturs í Reykholti. Tekur hann við af Jóni Ólafssyni, aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst, sem gegndi stöðunni í sex ár. Sæti í stjórn Snorrastofu eiga fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga í Borgarfirði, en samkvæmt skipulagsskrá er formaður stjórnar fulltrúi Reykholtskirkju, sem kosinn er á aðalfundi safnaðarins.

Björn sat áður í stjórn fyrir Borgarbyggð, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Nýr fulltrúi sveitarfélagsins verður Jónína Erna Arnardóttir, sveitarstjórnarmaður og formaður Borgarfjarðarstofu. Aðrir í stjórn Snorrastofu eru Úlfar Bragason, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Jóhannes Stefánsson, fulltrúi Borgarbyggðar og Davíð Pétursson, fulltrúi héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu. Forstöðumaður stofnunarinnar er Bergur Þorgeirsson. Á síðasta stjórnarfundi Snorrastofu voru Jóni Ólafssyni færðar þakkir og gjöf fyrir ánægjulega samvinnu. Virðingarfyllst, Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×