Innlent

Réðst inn til manns og neyddi hann til að taka pening úr banka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa sparkað upp hurð í íbúð í Reykjavík á fimmtudaginn, ógnað manni hamri og neytt hann út út íbúð og í banka þar sem hann hafi átt að taka út peninga. Málið virðist tilkomið vegna peningaskuldar. Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. júlí á föstudag og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.

Lögregla var stödd á vettvangi að ræða við vitni þegar maðurinn og félagi hans komu ásamt fórnarlambinu í bankann. Þeir voru í framhaldinu og færðir á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins. Maðurinn er grunaður um fleiri brot og hefur meðal annars játað aðild að nokkrum innbrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×