Erlent

Lokadagur réttarhaldanna yfir Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Réttarhöldunum yfir Breivik er að ljúka.
Réttarhöldunum yfir Breivik er að ljúka. mynd/ afp.
Lokadagur réttarhaldanna yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fer fram í dag með því að verjendur flytja mál sitt og Breivik sjálfur gefur lokayfirlýsingu. Verjendur Anders Behring Breivik færa í málflutningi sínum rök fyrir því að hann sé heill á geði og eigi því að vera dæmdur í fangelsi. Enn fremur krefjast þeir vægustu mögulegu refsingu fyrir hann.

Í gær færðu sækjendur hins vegar rök fyrir því að hann eigi að vera dæmdur vanheill og eigi þar með að vistast á réttargeðdeild. Breivik hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið 77 manns að bana og sært meira en 240 þann 22. júlí í fyrra. Dómur í máli Breiviks verður kveðinn upp síðar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×