Innlent

Hópreið í aðdraganda landsmóts

Frá hópreiðinni í dag.
Frá hópreiðinni í dag. mynd/Landsmot
Um eitt hundrað hestar og knapar tóku þátt í hópreið í dag en hún var nokkurs konar óformlega setning landsmóts hestamanna sem hefst á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á morgun.

Umgjörð mótsins þykir afar glæsileg að þessu sinni en um er að ræða einn stærsta íþrótta- og mannlífsviðburð sem haldinn er hér á landi.

Búist er við tíu til fimmtán þúsund gestum, innlendu sem erlendu áhugafólki um íslenska hestinn.

Um 500 knapar tefla gæðingum sínum fram - sá yngsti er 7 ára og sá elsti á sjötugsaldri. Sýnd verða hross í gæðingakeppni, tölti, á kynbótabrautinni og að auki verður keppt í skeiðgreinum.

Hægt er nálgast allar upplýsingar um hér. Þá verður sýnt beint frá úrslitadeginum næstkomandi sunnudag á Vísi og Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×